Skip to content
Logo
Keppnisforritunarfélag Íslands
Félag keppnisforritara á Íslandi
GitHubDiscordFacebook

Evrópsku Ólympíuleikar Stelpna 2025

Evrópsku Ólympíuleikar Stelpna, Keppnir

Keppnin EGOI (European Girls' Olympiad in Informatics) 2025 var haldin 14. - 20. júlí 2025 í Bonn, Þýskalandi.

Í ár tók Ísland þátt í keppninni í þriðja sinn. Keppnisforritunarfélag Íslands hafði samband við framhaldsskólanna á Íslandi í leit að áhugasömum stelpum í lok febrúar. Einnig bauð félagið stelpunum sem tóku þátt í Forritunarkeppni Framhaldsskóla.

Framhaldsskólanemarnir sem kepptu fyrir hönd Íslands voru:

  • Eva Sóllilja Einarsdóttir, áður í FB
  • Frigg Einarsdóttir, MH

Arnar Bjarni Arnarson, liðsstjóri, og Heru Brá Tómasdóttir, aðstoðarliðsstjóri, fylgdu nemendunum á keppnina.

Eva Sóllilja náði 354 stigum og Frigg náði 51 stigum af 600 samtals. Stigafjöldi Evu dugði henni til að ná bronsmedallíu á atburðinum. Þetta var fyrsta medallía Íslands í Evrópsku Ólympíuleikum Stelpna.

Milli keppnisdaga fóru keppendur og liðsstjórar í stutt ferðalag um borgina Bonn með leiðsögn. Einnig var farið upp í Schloss Drachenburg og rústirnar ofar í fjallinu. Stelpurnar okkar hittu fullt af öðrum stelpum frá öðrum löndum og tóku einnig þátt í alls konar skemmtunum eins og borðspilum og karaókí.

Hlekkir:

  • Heimasíða EGOI 2025
  • Stigatafla
  • Verkefni